Hafdís Priscilla Magnúsdóttir
Skyrterta
02. mars 2016

Skyrterta

Það má alveg segja að vorið sé á næsta leiti. Það er ekki lengur myrkur þegar maður er mættur í vinnuna á morgnana og sólin skín eftir vinnu, jahh ok það er allavega ekki lengur myrkur klukkan fjögur á daginn ;)

Það hefur verið mikið að gera eftir áramót hjá mér og lítið um tíma í eldhúsinu. Hlakka virkilega til að fara standa meira í eldhúsinu og útbúa nýjar uppskriftir. Stundum er líka gott að henda í uppskrift sem maður veit að mun heppnast vel. Þessi skyrterta er ein af uppáhaldi dóttur minnar. Hún er algjör osta- og skyrtertukona. Mér finnst þessi uppskrift einnig tilvalin til að halda upp á hækkandi sól.

Skyrterta með bláberjum

 

Botn:

100 g smjör

120 g möndlumjöl

1 msk kanill

3 msk sukrin gold

 

Setjið smjörið í pott og bræðið það. Bætið við restinni af hráefninu og blandið vel saman. 

Smyrjið lítið eldfast mót með smjöri á botninn og aðeins upp með hliðunum. 

Þjappið kökubotninum vel í eldfasta mótið og bakið á 170 gráðum í um 10 mínútur eða þar til gyllt. Látið kólna. Það þarf ekki endilega að baka botninn. Hef prófað að sleppa því en passa þá að þjappa ekki of fast. Bæði smakkast mjög vel.

Ef þið viljið ekki þurran botn geti þið sleppt því að baka botninn :)

 

Fylling:

1 tór dós vanillu Ísey skyr

½ l rjómi frá MS

50g sykurlaust Valor súkkulaði (má sleppa)

 

Þeytið rjómann. Bætið skyrinu við og blandið vel saman. 

Grófsaxið súkkulaðið og bætið við skyrblönduna. 

Setjið yfir botninn og kælið.

 

Bláberjasósa:

150g bláber

1 msk vatn

4 tsk sukrin

 

Setjið bláber ásamt vatni og sukrin í pott og stillið á meðalhita. 

Hrærið í reglulega. 

Maukið bláberin með töfrasprota til að útbúa sósu. 

Látið kólna áður en dreift er yfir skyrtertuna.

Skreytið með súkkulaðibitum og bláberjum.

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!