Hafdís Priscilla Magnúsdóttir
Sætkartöflubrauð með pecanhnetum
17. október 2016

Sætkartöflubrauð með pecanhnetum

Núna þegar haustið er almennilega komið finnst mér gaman að baka og elda með sætum kartöflum. Hér kemur uppskrift að sætkartöflubrauði með pecanhnetum sem er frábært með smjöri og góðum osti, sultu eða bara eitt og sér.

300 g sætar kartöflur

4 egg

120 ml rjómi

60 ml Fibersirup Gold

 

1 tsk lyftiduft

1 tsk kanil

½ tsk engiferkrydd

½ bolli kókoshveiti

1 tsk vanillu extract eða dropar

1 msk olía

 

100 g pecanhnetur

 

 

Skerið sætu kartöflunar í litla teninga og setjið í skál ásamt ½ tsk af kanil og olíu og blandið vel saman.

Dreifið úr á bökunarplötu og bakið við 170 gráður í 30 mínútur.

Setjið helmingin af pecanhnetunum í matvinnsluvél og malið vel niður.

Bætið við sætu kartöflunum og maukið vel.

Bætið við þurrefnunum og blandið. Í lokin eru egg, rjómi, vanillu extract og Fibersirup Gold bætt við.

Setjið í brauðform. Mér finnst best að nota silikonbrauðform því þá er ekki hætta á að brauðið festist við formið. Ef þið eruð ekki með silikonform þarf að smyrja formið með smjöri eða olíu.

Grófsaxið afgangin af hnetunum og stráið yfir brauðið. (Klikkaði sjálf á að gera það en mæli með því að prófa)

Bakið í 50-60 mínútur eða þangað til tannstöngull eða gaffall kemur hreinn úr brauðinu ef stungið er í það.

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!