Hafdís Priscilla Magnúsdóttir
Sætar en sykurlausar kökur
20. október 2015

Sætar en sykurlausar kökur

Ég mæli með að þið prófið þessa lakkrísköku sem allra fyrst. Ef ykkur líkar ekki við lakkrís þá má skipta út lakkrísduftinu fyrir ósykrað kakóduft og þá eruð þið komin með ljúffenga skúffuköku J Nú ef ykkur langar frekar að gera gulrótaköku þá hefur hin uppskriftin slegið vel í gegn hjá fjölskyldu og vinnufélögum.

Sykur og glútenlaus lakkrískaka

50 g kókoshveiti

110 g sukrin

110 g smjör

120 ml kaffi eða vatn

1 msk sykurlaust kakó

1,5 msk lakkrísduft frá Johan Bulow

3 stór egg

6 msk sýrður rjómi, 18 eða 36%

1 tsk vanillu extract eða dropar

1 tsk matarsódi

 

Sigtið kókoshveiti í skál og bætið við sukrin og blandið vel saman.

Í pott setjið þið smjör, kaffi, lakkrísduft og kakó og bræðið saman og setjið svo í skál með kókoshveiti og sukrin. Hrærið vel saman. Restinni af hráefnum bætt við. Smyrið 20x20 cm form með smjöri og bakið við 200 gráður í um 20 mínútur.

-----

 

Sykur, hveiti og glútenlaus gulrótakaka

Botn:
3 stór egg

85 g möndlumjöl

35 g kókoshveiti

2 tsk vínsteinslyftiduft

½ tsk matarsódi

1,5 tsk kanill

½ tsk negull

110 g sukrin eða sukrin gold

50 g brætt smjör

150 ml möndlumjólk

3-4 meðalstórar gulrætur, rifnar

 

Þeytið egg og sukrin vel saman.

Bætið við þurrefnum og svo smjöri.

Möndlumjólk og gulrótum bætt við í lokin og blandað vel saman við.

 

Setjið í 20 cm sílikonform og bakið í 45-50 mínútur við 175°.

 

Krem:
200 g rjómaostur

5 msk smjör

1 tsk vanillu extrackt eða dropar

100 g sukrin melis

 

Þeytið rjómaost og smjör vel saman þar til það verður loftkennt eða “fluffy”.

Bætið restinni við í áföngum og smyrjið svo kremið á kökuna þegar hún er orðin köld.

 

Ég skreytti svo kökuna með kókosflögum sem ég var búin að brúna á þurri pönnu.

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!