Hafdís Priscilla Magnúsdóttir
Piparkökur, heitt kakó og kanilís
05. nóvember 2014

Piparkökur, heitt kakó og kanilís

Nú styttist í aðventuna. Yndislegur tími. Já ég er mikið jólabarn, enda fædd stuttu fyrir jól. Það er eitthvað við tónlistina, myrkrið, lyktina sem fylgir bakstrinum og kertaljós.

Um daginn fékk ég fyrsta eintakið af bókinni minni, Dísukökur í hendurnar. Eftir 9 mánaða vinnu var hún komin til mín. Þessi bók sem ég er búin að blóta, gráta út af og fara á taugum vegna var allt í einu komin á prent. Já þetta var allt þess virði. Hún er líka svo falleg þessi bók þó ég segi sjálf frá. Fallega hönnuð og pappírinn er þykkur og glansandi. Já maður má alveg vera stoltur enda ekki á hverjum degi sem maður lætur frá sér eins og eitt stykki bók með 100 uppskriftum sem eru sykur, hveiti og glútenlausar.

En áður en ég fer í uppskriftirnar vil ég koma með tillögur að ódýrri heimagerðri jólagjöf fyrir fullorðna. Ef þið eigið sykur í skápnum og ætlið að prófa ykkur áfram í sykurlausu mataræði, þá er hægt að búa til líkamsskrúbb úr sykrinum sem er til í skápnum.. Endalausar uppskriftir er að finna á internetinu og best að fara á google.com og skrifa í leitina DIY  sugar scrubb.

 

 

Einnig langar mig að segja ykkur frá nýjung sem ég ætla að bæta við í jólahefðina hjá fjölskyldunni minni í ár. Það er fjölskyldudagatal. Frá 1-24 desember fá krakkarnir innpökkuð skilaboð með upplýsingum hvað við ætlum að gera sem fjölskylda saman þann dag. Ég er búin að vera geyma eldhúsrúllur og klósettrúllur og mun setja miðana inn í rúllurnar og pakka inn og merkja eftir dögum. Hér eru hugmyndir sem mun fara í rúllunar hjá mínum börnum. Ég er búin að ákveða að merkja ekki endilega eftir dögum því sumt er ætlast til að gera úti og þá frekar fylgjast með veðurspá og nýta þá daga sem eru góðir.

 

Fara í Sund

Kíkja í Jólaland í Skútuvogi og fá sér ís

Jólabingó

Horfa á jólamynd saman

Baka piparkökur

Skreyta piparkökur

Hafa jólapartý (við eigum diskóljós og ætlum að setja jólatónlist á)

Skreyta jólatré

Rölta um hverfið og skoða jólaljósin

Fara í kirkjugarðinn og kveikja á kertum hjá ættingjum

Setja upp jólaljós

Föndra jólakort

Pakka inn jólagjöfum

Fara á skauta

Kíkja í Árbæjasafnið

Kíkja í Húsdýragarðinn

Fara á bókasafnið og fá jólabækur

Perla jólaskraut

Fá heitt kakó og segja jólasögur

Kósýkvöld með kertum og spili

Gefum gjöf undir stóra jólatréð í Kringlunni

Út að renna

Fara á jólamynd í bíó

Fara út að borða samanEn það sem ég elska við jólatímann er lyktin, lyktin af kanil. Ó hún er yndisleg. Börnin mín kalla þetta kanilsykur lykt. Því er tilvalið að koma með þrjár uppskriftir sem innihalda kanil í mismiklu magni.

Piparkökur, já piparkökur eru ómissandi við vitum það öll. Þessi uppskrift er eggjalaus auk þess að vera án sykur, hveiti og glútens eins og allar mínar uppskriftir.

Heitt kakó. Það jafnast ekkert á við það eftir kaldan dag að fá sér heitt kakó með rjómasléttu og kanil og sötra yfir kertaljósi.

Kanilís. Þessi er uppáhald barna minna. Ég vil pínu mikið af kanil svo að hann rífi smá í bragðlaukana.

 

 

Piparkökur

280 g möndlumjöl, fínmalað og ljóst upp á áferð að gera.

8 msk Sukrin gold púðursykur

230 g rjómaostur, stofuhita

20 dropar Kanil Stevía

2 tsk engifer

2 tsk negull

1-2 msk kanill, smakkið til.

 

Þurrefni sett í skál og blandað vel saman. Setjið minna af kryddum til að byrja með og smakkið til hvort þið viljið krydda meira.

Bætið við rjómaosti og Stevíu og hnoðið deigið vel saman.

Kælið deigið.

Setjið deigið á milli tveggja bökunarpappírsarka og rúllið út.

Skerið út með piparkökumótum og setjið á hreinan bökunarpappír og bakið á 100 gráðum í u.þ.b. 30-35 mínútur.

 


Heitt kakó

300 ml rjómi

250 ml vatn

1 msk ósykrað kakó

2 msk Sukrin

örlítið af kanil

Setjið allt í pott og hrærið á meðan beðið er eftir suðu. Þegar kemur að suðu er slökkt undir og potturinn tekin af og hrært örlítið lengur. Helt í glös og skreytt með þeyttum rjóma og kanil.Kanilís

2 dl rjómi

2 eggjarauður

50 g Sukrin melis flórsykur

6 dropar kanil Stevia

½-1 tsk kanil, smakkið til

 

Eggjarauður og Sukrin melis þeytt vel saman og sett til hliðar.

Rjómi þeyttur til hálfs og eggjarauður og Sukrin sett í skál með rjóma og blandað saman. Í lokin er kanil settur út í, 1/2tsk og smakkað til.

 

 

 

 

 

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!