Hafdís Priscilla Magnúsdóttir
Ostasnakk fyrir EM í handbolta
16. janúar 2018

Ostasnakk fyrir EM í handbolta

Hér er hugmynd að góðu snakki til að gæða sér á á meðan maður horfir á Ísland keppa á EM.

Guacamole:

2 lárperur (avocado)

3-4 kirsuberjatómatar eða hálf paprika. Við skiptumst á eftir þvi hvað er til í ísskápnum

1 lítill rauðlaukur

1 rauður chili, fræhreinsið

Safi úr ½ -1 lime. Smakkið til. Við viljum hafa aðeins meira en minna.

Örlítið af salti

2 pressaðir hvítlauksgeirar

 

Skerið láperuna í tvennt og fjarlægið steininn. Skafið láperuna úr hýðinu og stappið niður með gaffli.

Skerið tómata/papriku og chili smátt og bætið við. Hvítlaukur og salt bætt við og í lokin kreysti ég safann út í og smakka til.

 

Ostasnakk:

1 poki af rifnum Pizzaosti frá Gott í matinn

 

Hitið ofninn á 180 gráður.

Setjið bökunarpappír á plötu og setjið um 2 tsk. af rifnum osti svo úr verður lítið “fjall”. Í raun er hægt að hafa snakkið í hvaða stærð sem er. Ef þið viljið krydda ostinn þá er hægt að setja smá yfir. Ég mæli með að prófa chili krydd eða hvítlauks.

Setjið í ofninn og bakið í 3-5 mínútur eða þar til osturinn orðin gylltur. Ég mæli með því að fara ekki frá á meðan osturinn er í ofninum þar sem hann er fljótur að brenna. Ég fæ mér yfirleitt bara sæti fyrir framan ofninn og horfi á ostinn verða til.

Látið kólna áður en þið fjarlægið af bökunarpappírnum.

Þetta er virkilega einfalt að útbúa og skemmtilegt fyrir krakkana til að prófa sig áfram með. Eina sem getur klikkað er ef maður fylgist ekki nógu vel með og osturinn brennur :)

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!