Hafdís Priscilla Magnúsdóttir
Hveiti- og sykurlausar pönnukökur
04. júní 2015

Hveiti- og sykurlausar pönnukökur

Sumarið ætlar held ég loksins að fara láta sjá sig. Grasið er alla vega aðeins farið að grænka og blómin byrjuð að spretta upp. Þetta er allt að koma. Góðir hlutir gerast hægt ekki satt?

Mig langar að deila með ykkur æðislegri uppskrift að pönnukökum. Þó þær séu hveiti- og sykurlausar þá smakkast þær skuggalega mikið eins og þessar gömlu og góðu.

Pönnukökur

Um 12 stk.

 

110g rjómaostur

4 egg

1,5 tsk vanilludropar eða vanillu extract

2 tsk sukrin gold (má sleppa)

 

Aðferð:
Maukið saman öllu hráefninu í blandara eða með töfrasprota og leyfið að standa í nokkrar mínútur á meðan loftbólur hverfa.

Steikið á vel heitri pönnu sem búið er að bræða smjör á. Bakið hverja pönnuköku í um 1-2 mín á hvorri hlið. Í rauninni er bara sama formúlan við baksturinn og með venjulegar pönnukökur.

Berið fram með sykurlausri sultu, rjóma og sukrin sætu.

 

Sykurlaus sulta

1 bolli jarðarber, fersk eða frosin

1 msk chia fræ

1 msk heitt vatn

2 tsk sukrin melis

1 msk sítrónusafi

 

Aðferð:
Allt sett í skál og blandað með töfrasprota. Því næst sett í krukku, henni lokað og svo og geymd í kæli. Geymist í um 2 vikur í kæli.

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!