Hafdís Priscilla Magnúsdóttir
Hamborgari með kryddostum og sætri kartöflu
15. ágúst 2018

Hamborgari með kryddostum og sætri kartöflu

Mér finnst fátt jafn gott og heimagerðu hamborgarar eiginmannsins, hvað þá á sumrin þegar hann grillar þá! Elsti strákurinn minn kynnti okkur nýlega fyrir hamborgurum sem hann fær reglulega fyrir norðan þar sem kryddostar frá MS eru blandaðir við hakkið. Vá hvað það kom skemmtilega á óvart og erum við búin að vera prófa okkur áfram hér heima með allskonar útfærslum.

Hér kemur ein þar sem ég notaði sætar kartöflur í staðin fyrir hamborgarabrauð og var með sósu úr grískri jógúrt með.

600 g nautahakk

1 kryddostur frá MS eftir smekk (mér finnst hvítlauks eða mexikó bestir).

Hamborgarakrydd eftir smekk

5 sneiðar af Gotta osti eða öðrum osti eftir smekk

 

Rífið niður kryddostinn með rifjárni í skál. Mér finnst gott að rífa niður með rifjárni um ¾ af ostinum, og grófsaxa restina. Blandið vel við hakkið.

Skiptið hakkinu í 5 stk. 120 g bollur. Mótið hamborgara með höndum eða notið hamborgarapressu.

Skerið niður sæta kartöflu í 10 sneiðar. Reynið að hafa sneiðarnar ekki of þykkar.

Berið hvítlauksolíu á sneiðarnar báðum megin og grillið í um 7-10 mínútur. Snúið sneiðunum reglulega.

Grillið  hamborgarana í um 2-3 mínútur á hvorri hlið. Bætið við kryddi og osti þegar búið er að snúa hamborgaranum.

Sósa:

100 g grísk jógúrt frá Gott í matinn

½-1 hvítlauksgeiri, smátt saxaður

1-1 ½ tsk. paprikukrydd

 

Blandið vel saman

Setjið á hamborgarann það hráefni sem ykkur líkar best við, t.d. tómatar, laukur, paprika, egg, beikon eða hvað það er sem fær bragðlaukana til að ljóma.

 

Sætkarföflu franskar:

Skerið kartöfluna niður í franskar. Dreifið úr þeim á bökunarplötu og bakið á 140 í 35-40 mínútur. Takið þær út og setjið yfir þær olíu og krydd eftir smekk. Blandið vel saman við kartöflurnar og dreifið vel úr þeim aftur og setjið í ofninn og bakið í um 20 mínútur á 200 gráðum.

 

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!