Hafdís Priscilla Magnúsdóttir
Graskerssúpa og panna cotta með bláberjum
13. október 2014

Graskerssúpa og panna cotta með bláberjum

Ég elska þegar fer að hausta. Sólsetur sem lætur himininn dansa og svo myrkrið sem gefur manni tækifæri til að kveikja á kertum og hafa kósý. Kannski það besta við haustið er það að þá er svo stutt til jóla. Já ég er forfallinn jólafíkill og alltaf í ágúst byrja ég að telja niður til jóla. En það er of snemmt fyrir mig að koma með uppskriftir af jólakökum hér ;)

Það sem mér finnst búið að einkenna október mánuð núna, er það að hann er búin að vera samblanda af síðsumrinu og hausti. Kaldir morgnar þar sem maður þarf að skafa af bílrúðunni og svo hádegi þar sem það er 13 stiga hiti og sól og börn úti að leika. Því finnst mér þessar tvær uppskrifitir, Graskerssúpa og Panna cotta með bláberjasósu tilvalið fyrir þennan mánuð þar sem síðsumar og haustið mætast í eldhúsinu.

 

Graskerssúpa fyrir 4

2 msk smjör

1 laukur

3 hvítlauksgeirar

2 gulrætur

1 butternut grasker, ca  1 kg

1 tsk kanill (eftir því hve mikið þú elskar kanil)

1tsk engifer

Cayenne pipar á hnífsoddinn

2 msk sukrin gold

1 líter vatn

2 kjúklingatengingar (ef glutenoþol, kaupa tening án glutens)

salt og pipar

250 g rjómaostur

Rifin ostur

 

Skerið graskerið í tvennt og fræhreinsið. (Gott er að hreinsa fræin og elda í ofni og gera graskersfræ í salatið eða súpuna). Skerið hýði af graskerinu og skerið í teninga. Skrælið gulrætur og skerið í bita og geymið með graskerinu.

Skerið lauk og hvítlauk og setjið í pott ásamt smjöri og bætið við kryddum.

Steikið í nokkrar mínútur og bætið við Sukrin gold.

Sejtið gulrót og grasker út í ásamt 700ml af vatni og kjúklingateningi.

Sjóðið í 20-30 mínútur eða þar til gulrætur og grasker er mjúkt í gegn.

Setjið allt í blandara eða notið töfrasprota og maukið vel.

Færið aftur í pottinn, hitið súpuna og bætið við rjómaosti.

Saltið og piprið eftir smekk.

Gott er að setja smá af rifnum osti í súpuna. Ég reyndar set rifin ost í næstum allar súpur sem ég geri.

Ef þið eruð hrædd við að prófa grasker (mæli samt með að þið prófið, er með æði fyrir þeim) þá er hægt að útbúa þessa súpu með sætum kartöflum

 

Ef þú ert ekki tilbúin í sykrlausa uppskrift, ekki örvænta. Þú getur skipt út Sukrin Gold fyrir púðursykri og Sukrin (panna cotta uppskrift) fyrir sykur.

 

 

 

Panna cotta með bláberjasósu fyrir 4

5 dl rjómi

50 g sukrin

1 stk vanillustöng

½ msk vanilla extract

3 matarlímsblöð

 

Setjið matarlím í skál með köldu vatni og látið liggja í lágmark 5 mínútur.

Takið vanillustöng, kljúfið og fræhreinsið. Setjið stöngina og fræin í pott ásamt rjóma og bíðið eftir að suða kemur upp. Þegar suðan kemur upp í pottinum, fjarlægið hann af hellunni og fjarlægið vanillustöng. Matarlím er kreyst til að ná afgangs vökva úr og því ásamt sukrin er sett í pottinn og hrært vel í þar til uppleyst.

Hellið í 4 skálar og kælið í u.þ.b. tvo tíma.

 

Bláberjasósa.

200 g bláber

1 msk vatn

4 tsk sukrin

 

Skolið bláberin og setjið í pott ásamt vatni og sukrin.

Hrærið vel í og látið berin mýkjast vel í pottinum. Setjið berin í háa dollu eða skál og notið töfrasprota til að mauka berin í sósu.

Látið kólna áður en sett yfir panna cotta. Skreytið jafnvel með heilum berjum.

 

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!