Hafdís Priscilla Magnúsdóttir
Fylltar kjúklingabringur og jarðarberja chia-ís
26. júlí 2016

Fylltar kjúklingabringur og jarðarberja chia-ís

Eins og grillmatur er nú góður þá finnst mér jafn gott að fá ofnbakaðan kjúkling á sumrin. Það reyndar skiptir litlu máli hvaða árstíð er, kjúklingur er alltaf góður.

Fylltar bringur með spínat og fetaosti

4 kjúklingabringur

200 g spínat (ferskt eða frosið)

100 g hreinn fetaostur frá Gott í matinn

110 g hreinn rjómaostur frá Gott í matinn

1 hvítlauksgeiri

½ tsk salt

1 tsk pipar

Setjið spínat á heita pönnu ásamt vel söxuðum hvítlauk og steikið í smástund. Setjið spínatið á eldhúspappír og þerrið örlítið. Blandið spínatið við feta- og rjómaostinn og blandið vel. Bætið við kryddinu og hrærið svo blandast vel saman.

Skerið í bringurnar rauf og setjið fyllinguna í. Piprið og saltið eftir smekk .

Bakið við 190°C í 40-45 mínútur.

 

Sætar kartöflur með rósmarín og fetaosti

Skrælið miðlungsstóra sæta kartöflu og skerið í tenginga.

Setjið í eldfast mót og dreifið olíu yfir ásamt pipar, salti og rósmarín eftir smekk.

Bakið við 200°C í 30-40 mínútur. Gott er að hræra tvisvar í kartöflunum á meðan þær eru í ofninum.

Myljið hreinan fetaost yfir kartöflurnar þegar þær eru tilbúnar og teknar úr ofninum.

 

Jarðarberja chia-ís

1 bolli jarðarber

350 ml rjómi

3 msk chiafræ

 10 msk vatn

 1/2 bolli sukrin melis

 

 

Chia fræin eru sett í vatn og látin liggja í um 30 mín.

Fræin eru svo sett í skál og maukuð smá með töfrasprota.

Öllu hráefninu blandað saman og maukað þar til sættanleg áferð fyrir hvern og einn er komin.

Sett í frysti í nokkra klukkutíma. Gott að hræra í ísnum nokkrum sinnum.

 

Hægt er að borða ísinn strax eftir maukun og hafa sem búðing.

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!