Hafdís Priscilla Magnúsdóttir
Fljótlegur sítrónudesert
22. september 2017

Fljótlegur sítrónudesert

Stundum langar mann í eitthvað ljúffengt og gott og þá er gott að geta hent í fljótlega uppskrift sem þarf ekki að hafa mikið fyrir en getur sefað magann ;) Þessi uppskrift er ein af þeim. Auðvelt að útbúa og er hún fullkomin fyrir tvo. Auðvelt er síðan að stækka uppskriftina eftir þörfum.

Sítrónubúðingur með hnetukurli

 

Sítrónubúðingur

100 g rjómaostur til matargerðar frá Gott í matinn

60 ml rjómi

½ tsk. vanilluextract eða dropar

Börkur af 1 sítrónu

2 msk. sítrónusafi

 

Þeytið rjóma.

Rjómaostur, vanillu extract, börkur og sítrónusafi þeytt vel saman. Rjómanum er síðan bætt út í blönduna og allt blandað vel saman.

 

Hnetukurl

100 g pekanhnetur smátt saxaðar

50 g möndlumjöl

3 msk. sukrin gold (eða púðursykur)

40 g smjör

 

Setjið allt í pott.

Bræðið smjörið og hrærið vel í.

Dreifið á bökunarpappír og bakið við 180 gráður í 5-7 mínútur eða þar til verður gyllt.

Látið kólna. Myljið og setjið í skálar, fyrst hnetukurl, síðan sítrónubúðing.

Setjið til skiptis í glösin svo það myndast falleg lagskipting.

Geymið í kæli áður en borið er fram.

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!