Hafdís Priscilla Magnúsdóttir
Fetahakkbollur fyrir alla fjölskylduna
13. janúar 2016

Fetahakkbollur fyrir alla fjölskylduna

Eftir mikið át á smákökum, rjómatertum og öðrum þungum mat og eftirréttum þá langar mann í eitthvað sem er fljótlegt og gott og já, kannski ekki eins þungt í magann.

Þessi uppskrift er ein af þeim allra vinsælustu á mínu heimili. Börnin aðstoða oft við að útbúa matinn og það skemmtilega við hana er það að auðvelt er að bæta í hana eða taka úr allt eftir því hvað er til í ísskápnum. En stjarnan í þessum rétt er að sjálfsögðu fetaosturinn sm gerir bollurnar mjúkar og góðar.

Fetabollur

800 g nautahakk

150 g fetaostur í kubbi frá Gott í matinn

2 lítil egg eða 1 stórt

2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir

½ lítil rauð paprika, smátt skorin

Kryddað með basilíku, steinselju, oregano og salt og pipar eftir smekk

Smjör til steikingar

Rifinn Mozzarella ostur frá Gott í matinn

 

Öllu blandað vel saman. Búið til bollur og brúnið á pönnu með smjöri. Setjið í eldfast mót og stráið rifnum osti yfir. Setjið svo inn í 180 gráða heitan ofn í um15 mín eða þar til gegnsteikt.

Gott er að gera piparostasósu og bera fram með spínati og brokkolí.

Því miður náðist ekki mynd af bollunum eftir að þær voru fulleldaðar þar sem þær voru hakkaðar í sig á núll einni! Ég var varla búin að leggja á borð þegar allt var búið svo það hljóta að vera góð meðmæli :)

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!