Hafdís Priscilla Magnúsdóttir
Eurovision ídýfur
09. maí 2016

Eurovision ídýfur

Eurovision söngvakeppnin er haldin hátíðleg á mínu heimili. Aðallega þá fyrir krakkana sem hafa virkilega gaman af keppninni og foreldrarnir smitast af áhuga þeirra.

Það er að sjálfsögðu mikilvægt að vera með góðar veitingar til að narta í yfir sjálfri aðalkeppninni. Yfirleitt hefur snakk verið vinsælt og ídýfur og því ætla ég að koma með nokkrar góðar uppskriftir að ídýfum sem eru frábærar með niðurskornu grænmeti, snakki eða heimagerðu grænmetissnakki.

Spínat pestó Dísu

 

125 g spínat (fjarlægi stilkana)

75 g möndlur (var með hýðið á mínum)

100 g fetaostakubbur frá Gott í matinn MS

60 ml góð ólífuolía

2 stk hvítlauksgeirar

pipar eftir smekk

 

Setjið möndlur og spínat í matvinnsluvél og maukið vel saman.

Því næst er restin af hráefninu sett út í og blandað.

Smakkið til með pipar.

 

Pestóið er best þegar það hefur fengið að sitja aðeins í kælinum eða eftir um sólarhring.

 

Grísk jógúrt ídýfa

 

1 avocado

230 g grísk jógúrt frá Gott í matinn MS

60 ml rjómi

1 msk sítrónu- eða limesafi

2 stk hvítlauksgeirar

2 msk þurrkuð steinselja

 

Setjið allt í matvinnsluvél og blandið vel saman. 

 

Papriku ídýfa

 

1 meðalstór rauð paprika

35 ml ólífuolía

1-2 stk hvítlauksgeirar

150 g fetaostur

 

Setjið paprikuna á grillspjót og setjið yfir eldinn á grillinu og snúið þar til orðin dökk og grilluð á öllum hliðum. Látið kólna á disk í 10 mínútur.  Takið hýðið, fræin og endana frá og setjið paprikuna í matvinnsluvél með restinni af hráefninu og maukið vel. Kryddið með salt og pipar eftir smekk.

Kælið í 2 klukkustundir.

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!