Hafdís Priscilla Magnúsdóttir
Einfaldur fiskréttur og ís í eftirrétt
05. október 2015

Einfaldur fiskréttur og ís í eftirrétt

Vantar þig hugmynd að fljótlegum, auðveldum og hrikalega góðum kvöldmat?

Þessi er svo auðveldur að ekki er einu sinni þörf á að mæla eitt né neitt. Stundum verða bestu réttirnir hjá mér til þannig. Maður er nefnilega ekki alltaf í stuði til að dúlla sér í eldhúsinu.

Það sem þarf er:

 

Ferskur lax (gera ráð fyrir ca 200g á mann)

Grænt pestó sem er sykurlaust. (Finnst gott að nota frá Sollu ef ég bý ekki til sjálf.)

Fetakubbur frá MS Gott í matinn línunni.

 

 

Setjið laxinn í eldfast mót.

Berið yfir hann pestó.

Myljið vel af fetaosti yfir.

Ef þið eruð í extra góðu skapi er líka mjög gott að setja rifinn ost eða jafnvel rífa mozzarella kúlu yfir.

 

Setjið í ofn sem er 180 gráður heitur og eldið í  30-35 mínútur.

 

Þessi fiskur er mjög góður með blómkálsmús og góðri piparostasósu með rjóma :)

 

Blómkálsmús

400 g blómkál

30 g smjör

50 g rifinn ostur

smá salt og pipar

 

Skerið blómkál í litla bita og sjóðið þar til mjúkt.

Notið töfrasprota til að mauka grænmetið ásamt smjörinu. Í lokin bætið þið smá af salti og pipar og rifna ostinum og blandið vel.

 

Piparostasósa:
Þetta er stór uppskrift og því auðveldlega hægt að minnka hana eða bara nota hana daginn eftir með einhverju öðru góðu :)

 

1 piparostur frá MS

1 peli rjómi.

 

Skerið piparostinn niður í litla bita (eða rífið) og setjið í pott ásamt rjómanum.

Hrærið reglulega í pottinum þar til osturinn er bráðnaður.

 

Eftirrétturinn er svo ekki af verri endanum en þessi hnetusmjörsís er í miklu uppáhaldi hjá mér og börnunum.

 

Hnetusmjörsís

1 egg

50 g Sukrin

70 g hnetusmjör

380 ml rjómi

5 dropar Caramel Toffee stevía (má sleppa)

 

Þeytið saman eggi og sukrin. Bætið við hnetusmjöri og stevíu og í lokin óþeyttum rjóma. Þegar allt er vel blandað setjið þið í ísvél og farið eftir fyrirmælum á henni.

Ef þið eigið ekki ísvél er hægt að þeyta rjómann og blanda svo öllu saman við og setja í box og í frystinn. Gott væri þá að hræra aðeins í ísnum á 30 mínútna fresti.

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!