Hafdís Priscilla Magnúsdóttir
Einfaldar og sykurlausar sörur og skyrterta með kanil
22. nóvember 2017

Einfaldar og sykurlausar sörur og skyrterta með kanil

Skyrterta með kanil - borin fram í glasi

Fyrir 6-8

 

Möndlublanda:

100 g smjör

120 g möndlumjöl

3 msk. Sukrin Gold eða púðursykur

1 msk. kanill

 

Bræðið smjör í potti ásamt Sukrin Gold og kanil. Bætið við möndlumjöli og blandið vel saman.  Setjið á bökunarpappír, dreifð smá úr möndlublöndunni og bakið á 180 gráðum í ca 5 mín eða þar til orðið gyllt. Takið út og kælið.

 

Fylling:

400 g vanillu eða hreint Ísey skyr

½  l rjómi

2 tsk. vanilla extract eða dropar

1 tsk. kanill

1 tsk. negull

½ tsk. engifer

 

Þeytið rjóma og setjið til hliðar.

Skyr, vanillu extract og krydd blandað saman í hrærivél. Í lokin er rjómanum bætt við og blandað vel saman við með sleif. Smakkið til og kryddið örlítið meira með kanil og negul ef þess er þörf.

 

Takið fram falleg glös og setjið fyrst möndlublönduna, svo skyr og smá möndlublöndu aftur yfir.

Einnig er hægt að bæta við ferskum berjum ofan á eða hnetum eftir smekk hvers og eins.

 

Ef þið viljið gera skyrtertu er hægt að setja möndlublönduna í eldfastform ca 22x20, bakið botninn á 180 gráður í 5-7 mínútur eða þar til gyllt. Þegar botninn er orðin kaldur er hægt að setja skyrblönduna yfir og skreyta með ferskum berjum.

 

 

Einfaldar og sykurlausar sörur - sörur hinna lötu og uppteknu

Botn:

3 eggjahvítur (við stofuhita)

50 g sukrin melis

70 g möndlumjöl

 

Eggjahvítur og sukrin melis þeytt saman þar til stíft. Bætið möndlumjölinu varlega við með sleif. Setjið í eldfast mót (um það bil 30x25 sentímetra) með bökunarpappír. Bakið botninn á 150 gráðum án blásturs í um það bil 40 mínútur.

 

Krem:

50 g sukrin melis

3 eggjarauður

100 g mjúkt íslenskt smjör frá MS

2 tsk. kakó

2 tsk. instant kaffi

150 g sykurlaust súkkulaði, brætt

 

Öllu blandað vel saman. Smyrjið kreminu á botninn þegar hann er orðinn kaldur. Dreifið jafnt og frystið. Bræðið súkkulaðið. Kælið aðeins og hellið yfir kælt kremið. Dreifið vel úr því og látið harðna. Skerið í litla bita, setjið í box og geymið í frysti.

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!