Hafdís Priscilla Magnúsdóttir
Brownies með salt karamellu
05. ágúst 2016

Brownies með salt karamellu

Bjó til þessar tryllingslega góðu brownies með salt karamellu ofan á um helgina. Hún kláraðist of fljótt því miður. 

Eins auðvelt og það var að útbúa hana, þá var jafn auðvelt að klára.

 

Brownie

2 egg

50 g sykurlaust súkkulaði

35 g smjör

1 msk Fibersirup Gold

3 msk Sukrin Gold

1 msk ósykrað kakó

1tsk vanilluduft

 

Bræðið súkkulaði og smjör í örbylgju og hrærið þar til vel blandað. Setjið Sukrin Gold og egg í skál og þeytið vel saman. Bæti súkkulaðinu við og hrærið vel. Setjið í silikonbrauðform og bakið á 175 gráðum í u.þ.b. 15 mínútur.

Látið kólna áður en tekin úr forminu.

 

Karamella

150 ml rjómi

3 msk Fibersirup Gold (sykurlaust síróp sem fæst í flestum verslunum)

 

Setjið í pott og fáið suðuna upp. Lækkið undir hitanum og látið malla þar til karamellan fer að þykkjast. Hellið yfir kökuna þegar hún er tilbúin og þegar karamellan er búin að kólna stráið grófu salti yfir.

 

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!