Hafdís Priscilla Magnúsdóttir
Bragðgóð pizzurúlla
09. mars 2017

Bragðgóð pizzurúlla

Þessa uppskrift er mjög auðvelt að gera og hentar vel í nestiboxið eða sem smá millimál um helgar. Skemmtilegast við uppskriftina er samt hve auðvelt það er að breyta innihaldinu sem fer í hana. Hægt er að gera asparsrúllu, skinkurúllu eða grænmetisrúllu – allt eftir því hvað maður á í ísskápnum hverju sinni.

Pizzurúlla

4 egg

130 g rjómaostur til matargerðar (við stofuhita)

1 msk. Husk

1 tsk. vínsteinslyftiduft (eða venjulegt)

1 msk. pizzukrydd

 

Aðferð:

Aðskiljið eggjahvítur og rauður.

Stífþeytið hvítur og setjið til hliðar.

Rauður og rjómaostur þeytt vel saman.

Bætið við huski, lyftidufti og pizzukryddi og blandið vel saman.

Í lokin er hvítunum bætt við og blandað varlega en vel saman.

 

Leggið smjörpappír á bökunarplötur og dreifið úr blöndunni svo hún fylli næstum alla plötuna.

Bakið í um 10 mínútur við 180°C og takið úr ofninum.

Setjið pizzusósu (ég nota sykurlausa frá Hunt's) og dreifið yfir.

Setjið álegg sem þið viljið og svo rifinn ost.

Rúllið deiginu upp og setjið aftur inn í ofn.

Stillið ofninn á 200°C og bakið í 12-15 mínútur.

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!