Hafdís Priscilla Magnúsdóttir
Bökuð bláberja ostakaka að hætti Hafdísar
18. ágúst 2016

Bökuð bláberja ostakaka að hætti Hafdísar

Bláberin spretta upp þessa dagana og við fjölskyldan fórum að sjálfsögðu og tíndum ber. Það jafnast ekkert á það að fara út í náttúruna og tína ber. Ótrúlegt hvað það hefur róandi áhrif á mann og hvað maður getur gleymt sér við tínsluna.

Við erum búin að útbúa sultu sem þarf að fara gera meira af og um helgina skellti ég í eina bláberja ostaköku.

Botn

 

40 g smjör

2 dl möndlumjöl

2 msk kókosmjöl

1 msk Sukrin Gold (má sleppa)

1 tsk kanil

 

Setjið smjör í pott og bræðið.

Bætið við hráefnunum og blandið vel saman

Setjið í 20 cm springform og þjappið vel niður.

Gott er að bera smá smjör á botninn áður.

Bakið við 175 gráður í 6-8 mínútur og látið svo kólna

 

Fylling

2 egg

120 g bláber

1 msk sítrónusafi

1 tsk vanillu extract

120 g rjómaostur frá MS Gott í matinn

1 msk Sukrin Melis

 

Þeytið egg og rjómaost vel saman.

Bætið við restinni af hráefnunum og þeytið vel.

Setjið á botninn á kökunni og bakið neðarlega í ofninum í 30-35 mínútur eða þar til kakan er orðin föst í sér.

 

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!