Hafdís Priscilla Magnúsdóttir
Blómkálssúpa og frappuccino
31. október 2018

Blómkálssúpa og frappuccino

Blómkálssúpa með beikoni

1 kg blómkál

2 msk. olía

Salt og pipar

Timjan

100 g beikon

1 laukur, saxaður

1 hvítlauksgeiri, saxaður

100 ml hvítvín

500 ml kjúklinga- eða grænmetissoð

Lárviðarlauf

400 – 500 ml rjómi frá Gott í matinn

Óðals Cheddar ostur, rifinn

Graslaukur

 

Aðferð:

Hitið ofinn í 200 gráður.

Skerið blómkálið niður í bita. Setjið á bakka sem er með álpappír ofan á. Dreifið úr blómkálinu á bakkanum. Olía, salt og pipar dreift yfir blómkálið og látið bakast í ofninum í um 20 mínútur.

Skerið beikon í  bita og steikið í stórum potti þar til stökkt.

Leggið beikonið á eldhúspappír og geymið.

Steikið laukinn úr sama potti og notið fituna úr beikoninu. Steikið laukinn í um 5 mínútur. Bætið við hvítlauk og steikið í um 2 mínútur.

Bætið við hvítvíni og látið sjóða í 2 mínútur.

 

Bætið við soðinu, blómkálinu, lárviðarlauf og timjan kryddi eftir smekk.

Sjóðið í um 20 mínútur og maukið súpuna með töfrasprota.

Bætið við rjóma þar til þú færð réttu þykktina á súpuna.

Ég sjálf notaði um 450 ml af rjóma.

 

Setjið beikon, Óðals Cheddar og graslauk í súpudiskinn.

 

Karamellu frappuccino

Karamella:

250 ml rjómi frá Gott í matinn

5 msk. Fibersirup Gold (sykurlaust síróp sem fæst í flestum verslunum) 

 

Aðferð:

Setjið í hæfilega stóran pott og fáið suðuna upp. Lækkið undir hitanum og látið malla þar til karamellan fer að þykkjast. Tekur um 15-20 mínútur

 

Drykkur:

125 ml uppáhellt kaffi

125 ml rjómi frá Gott í matinn

½ af karamellunni sem útbúin var

1,5 bolli klakar

 

Aðferð:

Setjið allt í blandara sem þolir klaka og blandið þar til klakinn er vel molnaður.

Setjið í 2-3 glös (fer eftir stærð) þar sem búið er að setja karamellu á innanvert glasið.

Bætið við þeyttum rjóma og hellið restinni af karamellunni yfir.

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!