Hafdís Priscilla Magnúsdóttir
Bláberjaís fyrir páskana
04. apríl 2017

Bláberjaís fyrir páskana

Eins og kannski flestir þá elska ég ís. Hann lagar næstum allt. Ef maður er lasinn, þá jafnast ekkert á við smá ís. Ef maður er pirraður eða jafnvel í góðu skapi. Þá er gott að fá sér ís ;) Ís er tilvalinn í næstum hvaða tilfelli sem er.

Þessi uppskrift er ein af mínum uppáhalds. Það hljómar kannski skringilega að setja rjómaost í ís en ég lofa, það er gott. Þessi ís er tilvalinn um páskana.

Bláberjaís

250 ml rjómi

30 g sukrin melis (eða flórsykur fyrir þá sem vilja og eru ekki að leitast eftir sykurlausum ís)

2 eggjarauður

30 g rjómaostur

250 g íslensk bláber

 

Eggjarauður og sukrin melis þeytt saman. Rjóminn er hitaður í potti á þar til hann er rétt yfir líkamshita (gott að nota hreinan fingur til að finna).

Rjómanum er því næst bætt við eggjarauðurnar og þeytt vel saman. Blandan er síðan sett í pott og hrært í þar til hún er farin að þykkjast aðeins. Takið pottinn af hellunni og bætið rjómaosti saman við. Bláber maukuð eftir smekk og blandað við. Setjið í frysti í 2-3klst. Gott að hræra reglulega í blöndunni á meðan ísinn frýs.

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!