Hafdís Priscilla Magnúsdóttir
Bakaðar perur með rjómaostakremi
23. mars 2016

Bakaðar perur með rjómaostakremi

Páskarnir eru á næsta leiti. Vorið alveg að fara koma og sólin er að eyða tíma með okkur meir og meir. Páskarnir eru algjör kósý og rólegheitar hátíð hjá mér og fjölskyldu minni. Við erum dugleg að prófa nýjar uppskriftir á páskunum og eru jólin í raun eina hátíðin sem við erum algjörlega vanaföst varðandi mat.

Fyrir þessa páska langar mig að deila með ykkur uppskrift að bökuðum perum með rjómaostakremi. Ég bauð upp á perunar í sunnudagskaffi um daginn og sló það heldur betur í gegn.

Bakaðar perur með rjómaostakremi

3 perur

2 msk smjör

2 msk Sukrin Gold

60 ml Fibersirup Gold síróp eða annað sykurlaust síróp

200 ml rjómi

200 g rjómaostur

2 msk vanillu extract

rifinn börkur af einni appelsínu

*Ef þið eruð ekki að leita eftir sykurlausum uppskriftum er hægt að nota púðursykur í stað Sukrin Gold og hunang eða agave síróp í stað þess sykurlausa.

 

Aðferð: 

Þvoið perurnar og skerið svo í tvennt.

Fjarlægið kjarnann og setjið perurnar í eldfast mót.

Setjið örlítið af smjöri ofan í holuna í perunum.

Dreifið sukrin gold yfir perurnar.

 

Bakið á 180 gráðum í um 30 mínútur eða þar til orðið gyllt.

Takið perurnar úr ofninum og setjið á diska og látið kólna.

 

Þeytið rjóma og bætið svo rjómaosti og vanillu extract við með sleif.

Í lokin er rifinn börkur af appelsínu sett ofan í og blandað við.

 

Setjið  kremið yfir perurnar þegar þær eru orðnar kaldar. Gott að setja Fibersirup Gold yfir kremið.

 

Gleðilega páska :)

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!