Gígja S. Guðjóns
Skyrkökur í skotglösum
15. mars 2016

Skyrkökur í skotglösum

Hef gert þessar nokkrum sinnum og þær slá alltaf jafn mikið í gegn og ekki skemmir fyrir hvað þær eru fallegar fyrir augað. Ég skellti í 125 stk af þessum fyrir fermingu um daginn og það tekur alls ekki langan tíma ef fjórar hendur hjálpast að.

Mæli hiklaust með þessum í fermingarveislurnar sem eru á næsta leiti.

 

Uppskrift 125 stk.

Það er auðvelt að stækka og minnka uppskriftina. 1 rjómi á móti 1 skyri gerir um 40 stk. osfr.

 

3 x 500 ml rjómi

3 x 500 g bláberja Ísey skyr

400 g oreo kex

125 skotglös 4,9cl (Glösin fékk ég í Bónus 25 saman í pakka)

Litlar skeiðar

Sprautupoki

Bláber til skrauts

Aðferð:

500 ml rjómi er þeyttur og einni dós af skyrinu blandað varlega saman við með sleif.

Oreo kexið er mulið í matvinnsluvél eða í góðum blandara

Ef þið eruð tvö að gera þetta saman er sniðugt að einn sjái um skyrblönduna og annar kexið og þessu svo skipt í glösin. Kex-skyr-kex-skyr. Ef það er afgangur af oreoinu er hægt að skreyta með því á toppnum ásamt bláberjunum.

 

Settar í ísskáp í að minnsta kossti 2 tíma áður en þær eru bornar fram.

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!