Gígja S. Guðjóns
Skyrkaka með kaffi og kanil
22. júlí 2019

Skyrkaka með kaffi og kanil

Ég er komin með æði fyrir öllu með kaffibragði, ég prófaði kaffi og vanilluskyr um daginn og hugsaði þetta bragðast eins og desert. Svo ég ákvað að skella í einn kaffi desert. Kaffi og kanill fer líka svo einstaklega vel saman.

Innihald:

200 g LU kanil kex

100 g smjör frá MS

500 g rjómi frá Gott í matinn

600 g KEA skyr með kaffi og vanillu

Kaffisúkkulaði

 

Aðferð:

Kexið er mulið smátt og smjörið brætt í potti við lágan hita. Smjörinu er síðan hellt yfir kexið og því þjappað vel ofan í formið.

Rjóminn er þeyttur og skyri og súkkulaðispæni af eins og einni lengju af kaffisúkkulaði blandað varlega við rjómann.

Skyrblöndunni er dreift yfir kexbotninn og kakan skreytt með kaffisúkkulaði eða öðru sem ykkur finnst passa með.

Kakan er höfð í ísskáp í minnst 3 klst. áður en hún er borin fram, en mér finnst best að hafa hana í kæli yfir nóttu.

 

Njótið vel, Gígja S

 

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!