Gígja S. Guðjóns
Sítrónuskyrdesert og köld salsa með rjómaosti og grænmeti
16. júní 2016

Sítrónuskyrdesert og köld salsa með rjómaosti og grænmeti

Rosalega fljótlegur og góður desert. Uppskriftin sem ég gef ykkur er fyrir 6 en auðvitað er ekkert mál að stækka hana. Desertinn er skemmtilegt að bera fram í litlum skálum eða glösum.


 

Innihald:


LU kex

3 litlar dósir sítrónu Ísey skyr

1 peli rjómi

hálfur bolli flórsykur

Safi úr hálfri sítrónu (börkur til að skreyta)

 

Aðferð:

Rjóminn er þeyttur

Skyri, flórsykri, muldu kexinu og sítrónusafa bætt út í rjómann og blandað varlega saman við með sleif.

Sett í skálar/glös og inn í ísskáp. Best er að kakan hafi fengið að vera inni í ískáp í minnst 4 tíma áður en hún er borin fram.

---

Köld salsa með rjómosti og fersku grænmeti

Þessi salsa er æðislega góð og fersk, fín tilbreyting frá heita salsanu. Ég gerði þessa fyrir saumaklúbb og ætla skella í hana aftur yfir EM í fótbolta sem er í fullum gangi.

 

500 g rjómaostur frá Gott í matinn

1 dós 10% sýrður rjómi frá Gott í matinn

300 g sterk salsasósa

Rifinn ostur

Paprika

Kirsuberjatómatar

Rauðlaukur

Kína kál

Avocado

 

Aðferð:

Rjómaostinum og sýrða rjómanum er hrært saman og smurt í botninn á eldföstu móti eða öðru íláti og salsasósunni dreift yfir.

Ofan á sósuna fer niðurskorið grænmetið og það toppað með rifnum osti.

Borðað með nachos flögum.

Njótið vel kæru lesendur, áfram Ísland á EM :)
 

 Facebook síðan mín er www.facebook.com/gigjas og heimasíðan er www.gigjas.com

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!