Gígja S. Guðjóns
Pizzuflétta
07. apríl 2015

Pizzuflétta

Pizzufléttan vakti mikla lukku á mínu heimili. Mér finnst alltaf gaman að borða hefðbundinn mat í nýjum búning. Hvíla föstudagspizzuna og gera föstudagsfléttuna í staðinn :)

Ég ætla deila með ykkur fléttunni minni og auðvitað er hægt að setja hvað sem er á milli, bara passa að það sér nóg af osti:) Nammi!

Botn

4 bollar hveiti

1 tsk salt

1 pakki þurrger

¾ bolli vatn

2 msk olía

 

Aðferð

-Þurrger, hveiti og salt sett í skál og hrært saman.

-Vatninu og olíunni bætt við og hnoðað vel, ég nota hnoðarann í hrærivélinni.

-Deigið sett í skál á heitan stað með viskustykki yfir og látið standa í hálftíma.  

 

Ofninn hitaður í 220°.

 

Fletjið deigið út í ferhyrning og svo er skorið í báðar hliðarnar eins og má sjá á myndinni og skilinn eftir flötur í miðjunni. Í miðjuna fer svo sósan, osturinn og áleggið sem þið viljið hafa. Ég notaði pepperóní og piparost og það var alveg ljómandi gott. Svo er deigið fléttað saman og því lokað, áður en það er penslað með olíu.

 

Á toppinn setti ég meira pepperóní, ost og basil krydd.

Inn í ofn í 15-20 mínútur eða þar til hún hefur tekið góðan lit. 

Þetta gæti einnig verið sniðug hugmynd í saumaklúbba og hittinga, skorið í litla bita og sett á bakka..

 

Njótið vel, þetta er hrikalega gott :)

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!