Gígja S. Guðjóns
Páskabomba
11. apríl 2017

Páskabomba

Ég tók smá forskot á páskasæluna og bakaði þessa dásemdar köku. Kakan sjálf er svakalega mjúk og góð og bráðnar uppi í manni.

 

Innihald:

 

Kaka

450 g smjör við stofuhita

450 g sykur

450 g hveiti

6 stór egg

1 tsk. lyftiduft

1 tsk. vanilludropar

gulur matarlitur

 

Toppur

500 g smjör við stofuhita

750 g flórsykur

1 tsk. salt

1 msk. mjólk

1 tsk. vanilludropar

200 g súkkulaði (ljóst eða dökkt, ég notaði ljóst)

Mini eggs frá cadbury

gulur matarlitur

 

Aðferð:

Ofninn er settur á 160°C blástur

-Smjör og sykur er sett í hrærivélina og þeytt þar til blandan er létt og ljós, þá er eggjunum, hveitinu, vanillu, lyftidufti og tsk. matarlit bætt út í og hrært vel,

 

-Ég setti kökurnar í 3 form, en hefði getað sett hana í 2 þar sem ein varð mjög þunn. Ég mæli með að smyrja formin vel með smjöri og setja deigið í 2 form og inn í ofn í 35-40 mínútur eða þar til þú getur stungið gaffli í án þess að kakan festist á.

-Á meðan kakan er inni í ofni er fínt að byrja á að gera kremið

 

-Í hrærivélina fer smjör, salt, vanilla, flórsykur, mjólk og matarlitur og hrært þar til kremið er orðið mjúkt og fínt.

-Ein lúka af súkkulaði eggjunum er sett í blandara eða matvinnsluvél og mulið fínt.

-Þegar botnarnir eru komnir út og þeir búnir að kólna aðeins er kremið sett á kökuna ásamt súkkulaðieggja mylsnunni á milli og kakan sett í kæli í 15-20 mínútur áður en súkkulaðibráðin er sett á ofan á.

-Súkkulaðið er brætt yfir vatnsbaði og aðeins látið kólna áður en það er sett á kökuna, það er gott að byrja á að setja súkkulaðið í miðjuna og dreifa því fram að köntunum með skeið, og láta það leka aðeins meðfram köntunum.

 

-Kakan er svo skreytt með eggjum og afgangs smjörkremi. Ég gerði toppana með stút frá Wilton sem heitir 2D. Hann er tilvalinn til að gera rósa mynstur.

Njótið vel og gleðilega páska kæru lesendur.

Ef þið viljið fylgjast betur með þá er heimasíðan mín www.gigjas.com og like síðan mín á Facebook www.facebook.com/gigjas

 

 

 

 

 

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!