Gígja S. Guðjóns
Ofnbakaður þorskur í sítrónu rjómasósu
24. september 2018

Ofnbakaður þorskur í sítrónu rjómasósu

Ofnbakaður þorskur í sítrónu rjómasósu

Þessi fiskiréttur er rosalega ferskur og góður. Hann er líka fljótlegur og honum fylgir lítið uppvask þar sem pottar og pönnur koma ekki við sögu.

Uppskrift fyrir 3 - 4

Undirbúningur 5 mín

Eldun 20 - 25 mín

Heildartími 25 - 30 mín

Ofninn er hitaður í 200 gráður

 

Innihald:

4 - 5 þorskstykki

50 g smjör

1/2 bolli rjómi frá Gott í matinn

2 msk. hunangs dijon sinnep

1 og hálf msk. sítrónusafi

Salt og pipar

Skarlottulaukur

Steinselja og sítrónusneiðar

 

Aðferð:

Fiskurinn er settur í eldfast form og hann kryddaður með salti og pipar á báðum hliðum.

Smátt skorinn skarlottulaukurinn er næst settur yfir fiskinn.

Í skál fer smjör, rjómi, dijon sinnep, sítrónusafi, salt og pipar. Hitað í örbylgjuofni tvisvar sinnum í 30 sek. og hrært á milli

Síðan er sósunni hellt yfir fiskinn og hann kryddaður með steinselju og skreyttur með sítrónusneiðum

Fiskurinn er næst settur inn í ofn í 20-25 mínútur, fer svolítið eftir hversu þykk fiskstykki þið eruð með

Með fisknum var ég með hrísgrjón og hvítlauksbrauð. Hvítlauksbrauðið fór inn í ofn á sama tíma og fiskurinn og hrísgrjónin í pott einnig á sama tíma.

 

Njótið vel :)

Getið fylgst með mér á síðunni minni www.gigjas.com og www.facebook.com/gigjas

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!