Gígja S. Guðjóns
Mexíkósk lúxusídýfa
15. maí 2019

Mexíkósk lúxusídýfa

Ég hef ekki nógu mörg lýsingarorð til að lýsa því hversu góð þessi ídýfa er. Hún er rjómakennd, smá spæsí en samt svo fersk. Mæli svo sannarlega með henni í partýið!

Uppskrift fyrir 8-10

Innihald

400 g rjómaostur frá gott í matinn

1 dós 18% sýrður rjómi frá Gott í matinn

2 hvítlauksrif

2 matskeiðar red hot sósa

1 lime (safinn) og fleiri til skrauts / val

200 g rifinn pizzaostur frá Gott í matinn

400 g maís

150 g fetakubbur frá Gott í matinn

Jalapeno eftir smekk. Ég notaði um hálfa krukku.

1/2 rauðlaukur

1/2 bolli ferskur kóríander

Nachos flögur

 

Ofninn er hitaður í 200 gráður blástur

 

Aðferð

Skref 1:

Hrærið saman rjómaosti, sýrðum rjóma, 100 g af pizzaosti og limesafa í matvinnsluvél eða blandara þar til blandan verður silkimjúk.

Skref 2:

Blandið saman við ostablönduna smátt skornum rauðlauk, kóríander, hvítlauk, red hot sósu, jalapeno og smátt skornum fetakubbi og setjið í eldfast form.

Skref 3:

Dreifið restinni af pizzaostinum yfir og bakið í ofni í um 15-20 mínútur eða þar til osturinn er byrjaður að brúnast.

Ég skeytti svo ídýfuna með fetaosti, kóríander, hot sósu og limesneiðum.

Njótið vel!

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!