Gígja S. Guðjóns
Mexíkó lasanja með rjómalagaðri jalapeno-ostasósu
07. maí 2015

Mexíkó lasanja með rjómalagaðri jalapeno-ostasósu

Þessi uppskrift klikkar ekki skal ég segja ykkur... hrikalega góð og sumarleg :)

Mexíkó lasanja með rjómalagaðri jalapeno-ostasósu

Uppskrift fyrir 4-5

 

Innihald:

600 gr nautahakk

Taco krydd (ég notaði extra spicy frá Santa Maria)

Matreiðslurjómi 250 ml

1 Jalapeno ostur

Gular baunir

Nýrnabaunir

Chunky Salsa

Mjúkar mais tortillur

2 ferskir tómatar

Rifinn ostur

(Örugglega mjög gott að setja rauðlauk og papriku, prófa það næst )

 

Ofninn hitaður í 190 gráður.

Aðferð:

1. Hakkið er steikt á pönnu með kryddinu samkvæmt leiðbeiningum.

2. Í pott fara saman rjóminn og osturinn þar til osturinn er bráðnaður.

3. Þegar hakkið er til er baununum blandað saman við hakkið  á pönnunni.

4. Í botninn á eldföstu móti eða bökuformi fara maiskökur, þar næst hakk blandan, og ofan á hakkið fer jalapenosósan. Ofan á sósuna fara svo aftur maiskökur og hakk ofan á þær og salsasósan ofan á hakkið. Að lokum setti ég ost yfir réttinn og setti fatið inn í ofn í 15-20 mínútur. 

5. Þegar lasanjað kom út dreifði ég ferskum tómötum, sem ég hafði skorið í litla bita, yfir allt.

 

 

 

Njótið vel :)

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!