Gígja S. Guðjóns
Kremuð brokkolísúpa og heit osta- og spínatídýfa
14. janúar 2015

Kremuð brokkolísúpa og heit osta- og spínatídýfa

Allt sem heitir osta eitthvað finnst mér mjög heillandi og ég nota osta óspart í mat. Báðir þessir réttir slógu því mikið í gegn hjá mér!

Kremuð brokkolísúpa

Súpuna er fljótlegt að útbúa og heildartími við eldunina er um klukkustund. Þessi uppskrift er fyrir þrjá.

 

Innihald:

1 stór matreiðslurjómi

4 bollar vatn

1 kjúklingakraftur

1 msk hveiti

1 msk smjör

1 meðalstór brokkolíhaus

1 meðalstór laukur

1 pakki rifinn ostur

smá svartur pipar

 

Aðferð:

Brokkolíið og laukurinn smátt skorið og sett í pott með hinum hráefnunum og látið sjóða í um 30 mínútur. Lækkið svo hitann og látið malla í um 10 mínútur á lægri hita eða þar til að súpan er borin fram. 

 

----------

Heit osta- og spínatídýfa

Þessi er rosalega góð og bragðmikil, ágæt tilbreyting frá þessu hefðbundna með salsasósunni.

 

Innihald:

1 stór askja rjómaostur

100 gr gráðaostur

1 meðalstór laukur

18 frosnar spínatkúlur (kaupi frosið spínat í Bónus)

1 pakki rifinn ostur

 

Aðferð:

Spínatið er sett í pott með vatni, látið afþýðast á lágum hita og svo sigtað.

Laukurinn og gráðaosturinn er skorinn smátt og blandað saman við rjómaostinn ásamt spínatinu. Sett í eldfast form og ostur settur yfir.

 

Hitað í um 15-20 mínútur við 180 gráður.


Verði ykkur að góðu :)

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!