Gígja S. Guðjóns
Kjúklingabringur í rjómasósu með hvítlauk, basiliku, sólþurrkuðum tómötum og beikoni
25. ágúst 2016

Kjúklingabringur í rjómasósu með hvítlauk, basiliku, sólþurrkuðum tómötum og beikoni

Ilmurinn úr eldhúsinu er svo sannarlega lokkandi á meðan þessi réttur er í vinnslu. Kjúklingaréttir verða seint þreyttir á mínu heimili þannig  það er gaman að prófa sig áfram og gera rétti sem maður hefur ekki gert áður. Þessi sló í gegn og ég hlakka til að skella í hann aftur.

 

- Uppskrift fyrir tvo (auðvelt að stækka)

- Eldunartími 30 mínútur

 

Innihald:

2 kjúklingabringur

Lítil krukka sólþurrkaðir tómatar

4 hvítlauksrif

300 ml matreiðslurjómi

1 bolli mozzarella ostur

6 sneiðar beikon

Aspas

Grjón

Fersk basilika að vild

Salt og pipar

Paprikukrydd og cayanne pipar

Aðferð:

 

Ofninn hitaður í 200°C á blæstri.

Á pönnu fer smátt skorinn hvítlaukurinn og skornir sólþurrkaðir tómatar (án olíunnar) og það látið ristast á pönnu í um 5 mínútur.

Þá eru tómatarnir teknir af pönnunni og kjúklingurinn settur á og hann steiktur þar til hann er eldaður í gegn (um 7 mínútur á hvorri hlið)

Inn í ofn fer aspasinn og beikonið í 15-20 mínútur. Aspasinn penslaði ég með olíu og kryddaði með salti og pipar.

Grjónin soðin eftir leiðbeiningum á kassa.

Þegar kjúklingurinn er eldaður í gegn er hann tekinn af pönnunni og rjómanum, mozarellaostinum, tómötunum og basilikunni skellt á pönnuna ásamt skvettu af cayan og paprikukryddi (fer eftir því hvað þið viljið hafa réttinn sterkan) og látið malla þar til osturinn er bráðnaður.

Þá er kjúklingnum bætt úti, grjónunum, aspasinum og smátt skornu beikoni blandað saman við og rétturinn þar með tilbúinn.

Njótið vel kæru lesendur, facebook síðan mín er www.facebook.com/gigjas þar sem ég set það nýjasta inn og www.gigjas.com

 

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!