Gígja S. Guðjóns
Kjúklinga Alfredo Lasanja
19. janúar 2017

Kjúklinga Alfredo Lasanja

Dásamlega gott kjúklinga Alfredo lasanja. Ég er búin að vera í hollustunni í janúar en það má nú alveg leyfa sér gúmmelaði eins og þetta öðru hvoru. Þetta lasanja er rosalega bragðgott og algjört ferðalag fyrir bragðlaukana.

Uppskrift fyrir 6

-Ég gerði uppskrift fyrir sex þó að við séum bara tvö í heimili, rétturinn er rosalega góður daginn eftir.

 

Undirbúningur um 30 mín.

Eldun 25-30 mínútur.

Innihald:

4 stórar kjúklingabringur

1 bakki sveppir

1 stór laukur

3 hvítlauksrif

200-250 g beikonkurl

1 matreiðslurjómi frá Gott í matinn

1 bolli rifinn parmesan ostur

1 poki mozzarella ostur frá Gott í matinn

lasanja plötur

steinselju krydd, eða fersk steinselja

salt og pipar

hvítlauksalt

 

Ofninn hitaður í 180 gráður

 

Aðferð:

Gott að byrja á að leggja lasanja plöturnar í volgt vatn til að mýkja þær upp.

 

Bringurnar eru skornar þvert í gegn og steiktar á pönnu með salti og pipar þar til þær eru eldaðar í gegn. Þá eru þær settar til hliðar.

 

Sveppir, laukur, hvítlaukur og beikon steikt á pönnu með hvítlaukssalti og pipar þar til það hefur brúnast. Þá er matreiðslurjómanum hellt út í og suðan látin koma upp. Þá fer rifinn parmesan ostur og matskeið af steinseljukryddi sett út í og látið malla í nokkrar mínútur.

 

 

Í eldfast mót fer svo: rjómablandan - lasanja plötur - kjúklingur - mozzarella ostur. Þetta er endurtekið tvisvar og endað með mozzarella ostinum og smá steinseljukryddi.

Borið fram með hvítlauksbrauði eða því sem ykkur finnst gott.

 

Njótið vel, Gígja S.

Síðan mín er www.gigjas.com og þar má finna fleiri uppskriftir.

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!