Gígja S. Guðjóns
Karamellu skyrbomba
26. september 2014

Karamellu skyrbomba

 

Innihald:

1 stór rjómi ( notað í miðju og topp )

2 dósir karamellu skyr

2 stór mars súkkulaðistykki

1 stórt snickers

150 gr nóa rjómakúlur

150 gr ljóst súkkulaði

3 msk sýróp

3 ½ bolli rice krispies

Aðferð

Botn:

Mars, súkkulaði og sýróp brætt við vægan hita í potti, passa að hræra vel á meðan svo það verði ekki kekkjótt. Rice krispies er bætt ofaní súkkúlaðiblönduna og hún svo sett í form og inn í ískáp.

Miðja:

¾ af rjómanum er þeyttur og karamellu skyrinu er svo blandað saman við  þeytta rjómann og smurt ofan á botninn þegar hann hefur kólnað.

Toppur:

Rjómakúlurnar eru settar í pott með restinni af rjómanum og látið bráðna við vægan hita - passa að hræra vel á meðan. Síðan er kakan skreytt með snickers kurli og karamellu bræðingnum.

Best er að kæla kökuna í minnsta lagi klukkutíma áður en hún er borin fram. 

 Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!