Gígja S. Guðjóns
Hvítlauks og parmesan kjúklingur með spínati
12. nóvember 2014

Hvítlauks og parmesan kjúklingur með spínati

Ef þú elskar hvítlauk þá verður þú sko alls ekki fyrir vonbrigðum og lyktin sem kemur í eldhúsið er guðdómleg.

Innihald fyrir 2:

3 kjúklingabringur smátt skornar

4-5 hvítlauksrif

3 msk smjör

100 g spínat

Salt og pipar (líka gott að nota sítrónupipar )

Parmesanostur

 

Aðferð:

Smjör og hvítlaukur bræddur á pönnu og kjúklingurinn svo steiktur uppúr hvítlauksmjörinu með salti og pipar.

Þegar kjúklingurinn er orðinn steiktur í gegn er spínatinu bætt út í og velt vel uppúr hvítlauksmjörinu.

Sett á disk og parmesanosturinn ekki sparaður.

 

Ég borðaði réttinn með ofnbökuðu brauði en það gæti einnig verið gott að setja kjúklinginn yfir pasta með restinni af hvítlauksmjörinu á pönnunni. 

 

                      Varúð .. Þú munt lykta eins og hvítlaukur ;)

 

Í desert fékk ég mér svo hollari ÍS

Innihald fyrir 1:

2 frosnir banana

1 msk gróft hnetusmjör

2-3 msk mjólk

Ég setti  smá karamellu stevíu en það er ekkert möst

Ef þú átt öflugan blandara þá er hægt að nota hann en annars er betra upp á áferðina að nota matvinnsluvél.


mmmm...

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!