Gígja S. Guðjóns
Grilluð spelt–sumarpizza og sykurpúða eftirréttapizza
06. júlí 2015

Grilluð spelt–sumarpizza og sykurpúða eftirréttapizza

Við keyptum okkur grill fyrir sumarið þannig það hefur mikið verið grillað á mínu heimili sem komið er af sumri. Ég má til að deila með ykkur uppskrift að uppáhaldspizzunni minni. Botninn er einstaklega góður og fljótlegt að búa hann til. 

 

Pizzagrindina keypti ég í rúmfatalagernum á 1900 kr.

 

Pizzadeig 

Fyrir 2 (um 12 tommu)

 

2 bollar spelt (ég notaði 1 bolla gróft og annan bollann fínt)

1 tsk lyftiduft

1 msk ólífuolía

hálf msk basil krydd

smá salt

1 bolli volgt vatn

 

Hráefninu blandað fyrst í skál og vatninu síðan bætt út í og hnoðað.

Fletjið út og setjið það á pizzagrindina eða beint á grillið, gæti verið hægt að nota álpappír undir líka. 

Álegg:

Grænt pestó

Mozzarella skorinn í sneiðar

Parmaskinka

Tómatar

Pipar

Hvítlauksolía

 

Pizzan er síðan grilluð í 10-12 mínútur.

Borið fram með Ruccola salati – algjör unaður!

 

Svo er það hin pizzan - sjálf eftirréttapizzan!

Sumar sykurpúða pizza

2 bollar hveiti

¼ bolli sykur

1 bolli volgt vatn

1 msk olía

 

Öllu blandað saman og deigið flatt út.

Nutella sett á botninn og sykurpúðar og súkkulaðidropar ofan á.

Grillað í 10 mínútur.

Æðislega gott að bera fram með ís!

Njótið vel :)

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!