Gígja S. Guðjóns
Egg benedict og Oreo pönnukökur
26. október 2016

Egg benedict og Oreo pönnukökur

Hvað er betra en að klára vikuna á góðum sunnudags brunch? Ég mikil áhugakona egg benedict og ég hef smakkað fjöldan allan af þeim. Ég panta mér alltaf egg benedict þegar brunch staðir hafa hann á matseðli hér heima og erlendis svo það má segja að ég hafi smakkað all margar útfærslur en ætla að deila með ykkur hvernig mér finnst rétturinn bestur, og það á einfaldan máta. Ég viðurkenni að við vorum orðin svolítið södd þegar það kom að pönnsunum en ó mæ þær eru guðdómlegar og ég nartaði svo í þær í desert eftir kvöldmat.

Oreo pönnukökur

 

Innihald:

Oreo rjómi:

250 ml rjómi frá MS

1 bolli flósykur

8 muldnar oreo kexkökur

 

Pönnukökudeig:

2 bollar hveiti

1,5 teskeið lyftiduft

4 msk sykur

2 msk kakó

2 egg

1 bolli kókosmjólk

4 msk brætt smjör

1 tsk vanilludropar

4 muldar oreo kex kökur

Súkkulaðisósa (ég notaði íssósu)

 

Aðferð:

Rjóminn er þeyttur og flósykri og oreo kökunum blandað varlega við og sett til hliðar.

Í skál fer hveiti, lyftiduft, sykur og kakó og blandað saman. Út í fara eggin, kókosmjólkin, brædda smjörið, vanilludropar og oreo kökur og blandað vel saman. Ef blandan er of þykk má bæta mjólk við.

Deigið er sett í litlum skömmtum á pönnu og bakað á báðum hliðum, sett á disk og rjóminn á milli.

Dásamlega gott, njótið vel.


Egg benedikt

 

Innihald:

Miðað við 2 egg á mann (ég notaði 6 egg, þar sem við vorum 3)

 

1 msk borðedik

Fjölkornabollur/fitty bollur, miða við 1 á mann

Beikonskina (eða sú skinka sem ykkur finnst góð, ein á hvern bollu helming)

Dijon sinnep

1 stk. avocado

 

Hollandaise (Dugar fyrir 4-6 manns)

3 eggjarauður

100 g bráðið smjör

safi úr 1/4 sítrónu

salt, pipar, cayane pipar

 

Aðferð

Ég byrjaði á að gera sósuna, auðveld Hollandaise sósa sem getur bara ekki klikkað.

Í hrærivélina fara 3 eggjarauður, sítrónan og krydd eftir smekk.

Hrært saman þar til þær verða léttar og ljósar.

Þá er bræddu smjörinu bætt við og á meðan hrært á hægustu stillingunni.

 

Í pott fer vatn upp að hálfum potti og 1 msk borðedik og látið sjóða.

Egg er brotið í glas og látið ofan í pottinn, áður en eggið fer ofan í látið þið vatnið snúast í hringi með skeið. Eggin eru látin liggja í vatninu í 3 mínútur og þá tekin upp úr með spaða.

Á meðan létt hitaði ég bollurnar með smá smjöri á pönnu og smurði með dijon sinnepi

Í lokin fer steikt skinka og niðurskorið avocado á bollurnar, svo eggið og loks sósan á toppinn.

 

Ef þið viljið nánari lýsingu hvernig eggin eru látin í pottinn er hægt að fara inn á YouTube og þar eru mörg myndbönd undir leitarorðinu egg benedict.

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!