Gígja S. Guðjóns
Dúnmjúk hringkaka með rjóma og ferskum berjum
22. júní 2017

Dúnmjúk hringkaka með rjóma og ferskum berjum

Sælir kæru lesendur

Ég er búin að vera að standa í flutningum og er því ekki búin að geta bloggað í smá tíma. Loksins er kominn upp ofn og þá er tilvalið að skella í eina sumarlega köku í sólinni. Þessi kaka er dásamlega góð og sumarleg. Uppskriftin er auðveld og það ættu allir að gera skellt í þessa guðdómlegu rjómaosta hringköku.

 

Dúnmjúk hringkaka með rjóma og ferskum berjum

Uppskrift fyrir 8-10 manns

Ofninn er hitaður í 160 gráður blástur

 

Uppskrift:

250 g rjómaostur til matargerðar frá Gott í matinn, við stofuhita

200 g smjör, við stofuhita

3 bollar sykur

6 egg við stofuhita

3 bollar hveiti

3 tsk. vanilludropar

250 ml rjómi

ber eftir smekk

 

Aðferð:

Í hrærivélina fer rjómaostur og smjör sem er þeytt vel saman við sykurinn þar til blandan verður létt og ljós.

Næst fer eitt egg í einu og þeytt vel á milli.

Síðan fer hveitið og loks vanilludropar.

 

Hringformið er smurt með smjöri og kakan sett inn í ofn í klukkutíma. Eftir klukkustund er fínt að prófa að stinga í kökuna þar sem ofnar eru mismunandi. Ef það kemur ekkert á gaffalinn/prjóninn er kakan tilbúin.

 

Kökunni er hvolft á disk og flórsykri stráð yfir. Kakan er æðisleg borin fram með þeyttum rjóma og ferskum berjum.

 

Kakan er best samdægurs en ef hún er geymd lengur er best að geyma hana í lokuðu íláti inn í ísskáp svo hún þorni ekki upp.

 

Verði ykkur að góðu og gleðilegt sumar :)

 

Bloggsíðan mín er www.gigjas.com og ég set það nýjasta inn á Facebook síðuna mín www.facebook.com/gigjas

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!