Gígja S. Guðjóns
Afmæliskaka
04. september 2018

Afmæliskaka

Afmæliskaka

Ég gerði þessa afmælisköku fyrir kærastann á afmælinu hans. Þessi kaka heitir einfaldlega bara afmæliskaka eða birthday cake á ensku ef þið googlið hana. Ég var að horfa á Chefs Table um daginn á Netflix sem eru æðislegir þættir um matreiðslufólk og þar fékk ég hugmyndina um að skella í eina birthday cake.

Uppskriftin af vanillubotnunum er uppáhalds botna uppskriftin mín og ég nota hana við öll tilefni. Ég nota þessa sömu uppskrift þegar ég geri brúðartertur en þá auðvitað án confetti skrauts. Botnarnir eru rosalega mjúkir og góðir.

Uppskriftin sem ég gef ykkur er stór, deigið dugir í þrjú form og dugir vel fyrir um 25 manns

Innihald kaka:

300 g smjör

2,25 bolli sykur

6 egg

1 msk. vanilludropar

4,30 bolli hveiti

1 og 1/2 msk. lyftiduft

1 tsk. salt

1 og 1/2 bolli mjólk

6 msk. confetti sykurskraut

Best er að hafa öll hráefnin við stofuhita þegar byrjað er að baka

 

Aðferð:

Ofninn er hitaður á 180 gráður blástur

Smjör og sykur þeytt saman í hrærivélinni þar til blandan er létt og ljós. Þá er einu eggi í einu bætt við og hrært saman.

Hveiti, salti og lyftidufti er blandað saman í skál, fínt að sigta það saman.

Síðan er hveitiblöndunni, vanilludropunum og mjólkinni bætt saman við. Setjið mjólkina og hveitið út í í tveimur pörtum.

Í lokinn er sykurskrautinu blandað saman við.

þegar deigið er orðið mjúkt þá er því skipt á milli í 3 smurð form og inn í ofn í 30-35 mínútur, eða þar til botnarnir eru orðnir dökk brúnir. Þó kakan verði svolítið dökk að utan þá er hún fallega ljós gul að innan.

Tips: gott er að klippa smjörpappír og setja í botninn á mótinu og bera vel af smjöri í kantana til að kakan renni úr forminu. Einnig að bera deigið vel út í alla kanta á mótinu svo að það verði sem minnsta bunga í miðjunni þegar kakan hefur bakast.

 

Innihald Smjörkrem:

500 g smjör

1000 g flórsykur

2 msk. rjómi EÐA 2 eggjahvítur

1/2 tsk. salt

2 tsk. vanilludropar

Hvítur matarlitur (fæst í allt í köku). Ég setti mjög lítinn matarlit í kökuna og sá eftir á að hún var aðeins gul þannig ég myndi setja meiri matarlit næst.

 

Aðferð smjörkrem:

Smjörið er þeytt þar til það er orðið létt. Þá er flórsykri og öðrum hráefnum blandað varlega við og þeytt saman. Það er gott að setja viskustykki yfir hrærivélina svo það fari ekki flórsykur út um allt.

Þegar kakan er tilbúin er hún látin kólna alveg áður en kremið er sett á.

Mér finnst gott að nota sprautupoka til að setja kremið á milli botnanna svo hæðirnar verði jafnar, þá læt ég kremið fara aðeins út fyrir kantanna svo það sé þægilegt að smyrja endana. Til að jafna endana nota ég beinan kökuspaða en ef þið eigið ekki þannig þá er hægt að nota beina bakhlið á stórum hníf.

Passið að taka eins og 1 bolla af kremi til hliðar til að skreyta toppinn, þið getið notað hvaða stút sem þið eigið og ykkur finnst flottur til að skreyta toppinn.

Tips: Láta efsta botninn snúa á hvolfi svo að toppurinn hafi skarpa enda.

Síðan getið þið leikið ykkur með sykurskrautið og skreytt hana eins og þið viljið að utan.

Lookið á kökunni heitir naked cake eða nakin kaka og er mikið í tísku núna.

 

Njótið vel,

fleiri uppskriftir frá mér er að finna inn á vefsíðunni gigjas.com og Facebook.

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!