Erna Sverrisdóttir
Kjötbollur í kröftugri rjómasósu
08. október 2018

Kjötbollur í kröftugri rjómasósu

Hér er vermandi haustréttur sem varð til í síðustu sveitaferðinni minni. Þá var komið að því að kveðja sveitina eftir ljúfar stundir frá liðnu sumri. Fljótlegur, seðjandi og ljúffengur réttur.

Kjötbollur og pasta í kröftugri rjómasósu

(fyrir 4)

250 g nautahakk

250 g svínahakk

100 g furuhnetur (einn poki) ristaðar og saxaðar

2 skarlottulaukar, fínsaxaðir

2 hvítlauksrif, marin

1 egg

Rúmlega 1 dl fínrifinn parmesanostur

1½ tsk. þurrkað oregano

Fínrifinn börkur af 1 sítrónu

sjávarsalt og svartur pipar

 

Sósa:

3 ½ dl rjómi frá Gott í matinn

1 ½  dl vatn

2 tsk. Dijon sinnep

Rifinn piparostur eftir smekk

 

Meðlæti:

500 g penne pasta

Ítölsk steinselja, söxuð

Parmesanostur

 

 

Hitið 1 msk. af olíu á pönnu. Setjið skarlottulauk, hvítlauk, oregano og pínu salt og pipar á pönnuna. Mýkið laukinn í nokkrar mínútur. Bætið furuhnetunum saman við og steikið áfram í mínútu eða svo.

Setjið í stóra skál ásamt hakkinu, egginu, sítrónuberkinum og parmesanostinum. Hrærið saman með höndunum og mótið síðan bollur. Stærð fer eftir smekk.

Steikið bollurnar á pönnu upp úr olíu. Passið að ofelda þær ekki. Setjið síðan rjóma, vatn og sinnep út á pönnuna. Látið suðuna koma upp og látið malla við vægan hita í um 5-10 mínútur. Bragðbætið sósuna með rifnum piparosti, salti og pipar ef þarf.

Berið fram með soðnu penne pasta, saxaðri steinselju og parmesanosti.

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!