Erna Sverrisdóttir
Bláber með rjóma og marengs
03. september 2018

Bláber með rjóma og marengs

Ágúst og bláber í glasi

Auðvitað bláber í ágúst. Mig minnir að ég hafi alltaf gert eitthvað á þessum vettvangi með bláberjum í ágúst. Mér er farið að þykja vænt um vanann svo hér kemur enn ein bláberjauppskriftin sem varð til í sveitinni minni núna í ágúst. Eftirréttur sem tekur enga stund og bragðast eins og síðsumarskvöld.  Ljúffengt og fljótlegt.

Bláber í glasi

(fyrir 4-6, fer eftir stærð glasa)

250 g bláber

2 msk. hunang

Börkur og safi af ½ límónu

2 ½ dl rjómi frá Gott í matinn

1 ½ dl grísk jógúrt frá Gott í matinn

Tilbúinn hvítur marengsbotn, magn eftir smekk, mulinn

Ferskt mynta, söxuð eða æt blóm, má sleppa

 

Setjið bláber og hunang í pott. Sjóðið saman í 5 mínútur. Takið af hellunni og látið safa og börk af ½ límónu saman við. Kælið.

Þeytið rjómann og hrærið saman við grísku jógúrtina.

Myljið marengs milli fingranna og setjið í 4-6 glös eða setjið alla uppskriftina í eitt fat. Magnið af marengs fer eftir smekk hvers og eins. Ég notaði hálfan botn í sex glös.

Látið ⅓ af rjómablöndunni þar ofan á og ⅓ af bláberjamaukinu.

Endurtakið tvisvar í viðbót þannig að þið hafið þrjú lög af hverju.

Skreytið með myntu eða blómum. Gott að leyfa réttinum að hvíla aðeins áður en borinn fram.

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!