Berglind Hreiðarsdóttir
Smáréttir fyrir gamlárskvöld
28. desember 2017

Smáréttir fyrir gamlárskvöld

Camembert snitta með sætri peru

1 stk. baguette brauð

1 ½ Camembert ostur

1 ½ pera

Klettasalat (um ½ poki)

Ristaðar furuhnetur (um ½ poki)

Ólífuolía

Hvítlauksduft

Gróft salt

Sykur og smjör til að brúna perusneiðarnar

Skerið brauðið á ská í sneiðar, penslið með ólífuolíu, stráið hvítlauksdufti og grófu salti yfir. Ristið í um 3 mínútur í ofni við 200°C.

Kælið brauðið aðeins og setjið klettasalat yfir hverja sneið.

Skerið peruna í sneiðar sem passa brauðstærðinni ykkar (ekki of þykkar).

Stráið sykri á pönnu, hitið þar til hann bráðnar og bætið þá smjörklípu saman við og lækkið hitann.

Brúnið perusneiðarnar á báðum hliðum, þegar þið snúið er Camenbert sneið lögð á hverja perusneið þar til osturinn fer aðeins að bráðna.

Þá er peru/Camenbertsneiðin færð yfir á snittuna, ofan á klettasalatið.

Ristuðum furuhnetum er að lokum stráði yfir

 

Fylltar beikondöðlur

Um það bil 25 döðlur

5 msk. rjómaostur frá Gott í matinn

2 msk. hnetusmjör

1 pakki beikon

 

Skerið smá rauf í döðlurnar.

Blandið saman rjómaosti og hnetusmjöri, setjið í zip-lock poka og klippið lítið gat á endann. Sprautið fyllingu í hverja döðlu.

Klippið beikonið í tvennt og vefjið því síðan utan um döðlurnar. Mér finnst gott að miða við að minnsta kosti 1 ½ til 2 hringi af beikoni á hverja.

Hitið í ofni við 200°C þar til beikonið fer að dökkna.

 

Mozzarella snittur

1 stk. baguette brauð

1 dós litlar mozzarella kúlur í dós

1 box kirsuberjatómatar

Fersk basilika

Ólífuolía

Hvítlauksduft

Gróft salt

 

Skerið brauðið á ská í sneiðar, penslið með ólífuolíu, stráið hvítlauksdufti og grófu salti yfir. Ristið í um 2 mínútur í ofni við 200°C.

Skerið Mozzarella kúlurnar í tvennt og dreifið yfir hverja sneið (um það bil 3 helmingar á hverri sneið) og setjið aftur í ofninn í um 2 mínútur og leyfið ostinum aðeins að bráðna.

Skerið kirsuberjatómata til helmina og saxið góða lúku af ferskri basiliku, blandið saman í skál með um ½ msk. af ólífuolíu.

Dreifið yfir snitturnar og njótið. 

 

Einfaldasti partýréttur aldarinnar

1 pakki rjómaostur frá Gott í matinn

Sweet chili sósa

Ferskur kóríander

Ritz kex eða annað kex

Hvolfið rjómaostinum á fallegan disk.

Hellið ríkulega af Sweet chili sósu yfir og nóg af kóríander.

Njótið með góðu kexi. 

 

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!