Menu
Pestóloka með Dala Brie

Pestóloka með Dala Brie

Dala Brie er ekki bara góður á ostabakkann heldur er hann alveg frábær á samlokur af ýmsu tagi. 

Innihald

1 skammtar
lítil baguette brauð
bréf pestóskinka
Dala Brie
Rautt pestó
Klettasalat
Góðostur, sneiðar

Skref1

  • Afþýðið baguette brauðin og skerið eftir endilöngu.
  • Smyrjið góðu lagi af pestó á neðri hluta brauðsins.
  • Því næst fara ostsneiðarnar á og svo skinkan. Eitt bréf á að innihalda sex stórar skinkusneiðar og því duga tvær sneiðar á hverja loku. Brjótið skinkuna saman eftir endilöngu og leggið ofan á ostsneiðarnar.
  • Skerið Dala Brie í hæfilega stóra bita og skiptið niður á brauðin.

Skref2

  • Lokið og grillið þar til brauðið brúnast og osturinn bráðnar(gott að klemma grillið ekki alveg niður til að koma í veg fyrir að osturinn leki af brauðinu).
  • Þegar brauðið er tilbúið má leyfa hitanum aðeins að rjúka úr, taka efra lokið af og setja klettasalat á hverja loku.
  • Síðan má skera hverja loku niður í minni bita.

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir