Berglind Hreiðarsdóttir
Ostapasta með skinku
28. janúar 2019

Ostapasta með skinku

Innihald:

250 g skrúfupasta

250 g osta tortellini

1 stk. brokkolíhaus

1 rauð paprika

½ laukur

1 stk. Mexíkóostur frá MS

500 ml matreiðsurjómi frá Gott í matinn

250 g skinka

Salt, pipar og hvítlauksduft eftir smekk

Olía til steikingar

Parmesan ostur til að rífa yfir

Aðferð:

Sjóðið báðar tegundir af pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakka.

Saxið laukinn smátt og skerið brokkolí og papriku í hæfilega stóra bita.

Steikið laukinn upp úr olíu, kryddið til með salti og pipar, bætið papriku og brokkolí saman við og vel af olíu. Steikið í stutta stund þar til grænmetið fer að mýkjast og færið þá yfir í skál.

Rífið mexíkóost niður með grófu rifjárni og sjóðið með rjómanum á pönnunni þar til osturinn er uppleystur. Kryddið til með salti, pipar og hvítlauksdufti.

Skerið skinkuna í teninga og setjið skinkuna, grænmetið og pastað út á pönnuna og blandið vel.

Berið fram með vel af rifnum Parmesan osti.

 

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!