Berglind Hreiðarsdóttir
Ostakúla með beikoni og pekanhnetum
27. desember 2018

Ostakúla með beikoni og pekanhnetum

2 x 400 g rjómaostur frá Gott í matinn

1 poki dressing mix sommer

50 g rifinn Óðals Cheddar

40 g smátt saxaður vorlaukur

80 g (um 12 sneiðar) stökkt beikon, mulið

120 g saxaðar pekanhnetur

 

Setjið rjómaost og dressing mix saman í hrærivélina og hrærið með K-inu þar til vel blandað. Dressing mix fæst í flestum matvöruverslunum og er þar sem salatdressingarnar eru.

Bætið Cheddar osti, vorlauk (geymið samt um 1 msk. til að setja utan á) og helmingnum af beikoninu saman við og blandið áfram.

Setjið plastfilmu á borðið og setjið rjómaostablönduna ofan á. Vefjið plastinu utan um og myndið kúlu með því að þrýsta ostablöndunni saman. Kælið í að minnsta kosti klukkustund því það er auðveldara að rúlla kúlunni upp úr pekanhnetum þegar osturinn er aðeins stífari.

Hellið pekanhnetum, restinni af beikoninu og 1 msk. af söxuðum vorlauk í skál og hristið saman.

Takið rjómaostakúluna því næst úr plastinu og rúllið upp úr hnetublöndunni þar til vel hjúpuð. Færið þá yfir á fallegan disk og berið fram. Kúluna má einnig plasta og geyma í kæli þar til hún verður borin fram.

Berið fram með góðu kexi eða brauði.

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!