Berglind Hreiðarsdóttir
Ómótstæðilegar súkkulaði bollakökur
14. september 2017

Ómótstæðilegar súkkulaði bollakökur

Súkkulaði bollakökur

260 g hveiti
220 g bolli sykur
6 msk. bökunarkakó
1 tsk. salt
1 tsk. matarsódi
3 egg
2 tsk. vanilludropar
160 ml olía
230 ml kalt vatn

Sigtið saman hveiti, sykur, kakó, salt og matarsóda og leggið til hliðar.

Þeytið saman egg, olíu, vatn og vanilludropa þar til það verður létt í sér.

Bætið þurrefnunum rólega saman við og skafið vel niður á milli.

Skiptið niður í um 20 bollakökuform og bakið við 180 gráður í 15-18 mínútur.

 

Súkkulaðismjörkrem

125 g smjör (við stofuhita)

400 g flórsykur

2 tsk. vanilludropar

2 msk. Maple síróp; hlynsíróp

4 msk. bökunarkakó

 

Setjið öll hráefnin nema flórsykur og kakó í hrærivélarskálina og hrærið vel saman.

Blandið flórsykri og kakó saman og bætið varlega útí blönduna, skafið niður á milli og hrærið þar til kremið er slétt og fellt.

Ég notaði stút 1M frá Wilton (líka hægt að nota 2D) og sprautaði í spíral upp kökuna, skreytti svo með kökuskrauti og einu risa Nóa kroppi á toppnum.

 

Verði ykkur að góðu.

Kveðja, Berglind

 

 

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!