Berglind Hreiðarsdóttir
Hreindýrabollakökur og fleira skemmtilegt
24. nóvember 2017

Hreindýrabollakökur og fleira skemmtilegt

Hreindýrabollakökur – jólalegar bollakökur

 

Innihald - Um 24 bollakökur:

Betty Crocker Devils Food Cake Mix

Royal súkkulaðibúðingur

170 ml matarolía

1 dós Sýrður rjómi  frá Gott í matinn (180 g)

90 ml Nýmjólk

4 egg

1 tsk. vanilludropar

250 g suðusúkkulaðidropar

 

Aðferð:

1. Setjið allt nema súkkulaðidropana í skál, hrærið þar til slétt og fínt.

2. Hrærið súkkulaðidropana saman við með sleif.

3. Skiptið á milli bollakökuformanna og bakið við 160°C í um 20 mínútur.

 

Súkkulaðikrem:

50 g suðusúkkulaði

100 g smjör frá MS (við stofuhita)

200 g flórsykur

1 tsk. vanilludropar

3 msk. bökunarkakó

2-4 msk. Nýmjólk

 

Aðferð:

1. Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði og leyfið því að standa á meðan þið þeytið rest saman svo súkkulaðið sé ekki of heitt þegar það er sett út í.

2. Þeytið smjör þar til létt og ljóst.

3. Bætið flórsykri og bökunarkakó smátt og smátt saman við og skafið niður á milli.

4. Bætið vanilludropunum við að lokum og hrærið því næst bræddu súkkulaðinu varlega saman við með sleif.

5. Bætið nokkrum msk. af mjólk saman við eftir þörfum svo auðvelt sé að smyrja kreminu á.

 

Skraut:

Saltkringlur

Litlar piparkökukúlur

Wilton nammiaugu (fást í Allt í köku)

Rauðar og brúnar stórar sykurperlur (fást í Allt í köku)

Límt saman með bræddu súkkulaði

 

Heitt súkkulaði með jólaívafi

 

Innihald - Dugar í 2 góða bolla:

400 ml Nýmjólk

60 g suðusúkkulaði

2 msk. heslihetusmjör

1 msk. smjör frá MS

 Smá salt

 Þeyttur rjómi frá Gott í matinn og súkkulaðispænir til skrauts

 

Aðferð:

1. Setjið öll hráefnin (fyrir utan þeytta rjómann og súkkulaðispæninn) í pott og hitið yfir miðlungshita þar til vel blandað og súkkulaðið bráðið, hrærið vel í allan tímann.

2. Hellið súkkulaðinu í bolla og setjið vel af þeyttum rjóma yfir og smá súkkulaðispæni.

 

Kókoskúlur

 

Innihald:

200 g smjör frá MS við stofuhita

1 dl sykur

1 dl púðursykur

2 tsk. vanilludropar

4 msk. bökunarkakó

6 dl haframjöl

3 msk. kælt kaffi (má sleppa en gott að setja þá 3 msk. af vatni til að blandan verði ekki of þurr)

 

Aðferð:

1. Setjið allt saman í skál og hnoðið saman með höndunum eða með K-inu.

2. Kælið stutta stund (um 30 mínútur) og mótið litlar kúlur (óþolinmóðir mega sleppa þessu skrefi og þá verður ferlið bara aðeins „klístraðara“ en alveg í lagi samt.

3. Veltið kúlunum upp úr kókosmjöli og kælið aftur í að minnsta  kosti klukkustund.

4. Best er síðan að eiga kúlurnar í frysti/kæli og taka nokkrar út í einu.

 

Indversk kjúklingasúpa

 

Innihald - Fyrir um  6-8 manns:

10-12 kjúklingalundir (eða um 4 kjúklingabringur)

2-3 stk. sætar kartöflur (fer eftir stærð)

2 stk. rauðar paprikur (skornar í ræmur)

1 stk. púrrulaukur (saxaður)

3 hvítlauksgeirar (saxaðir)

2-3 msk. karrí

3-4 msk. olía

2 flöskur Heinz chilisósa venjuleg

400 g Rjómaostur frá Gott í matinn

500 ml Matreiðslurjómi frá Gott í matinn

1 l vatn (eða jafnvel meira)

1 msk. saxað ferskt rósmarín

1 ½ msk. kalkúnakrydd (Pottagaldrar)

2 teningar kjúklingakraftur

 

Meðlæti:

Naan brauð með Dala feta og Pizzaosti frá Gott í matinn

 

Aðferð:

1. Setjið vatn, chilisósurnar, rjómaost, rjóma, kjúklingakraft, rósmarín og kalkúnakrydd í pott og látið malla. Best er að rjómaosturinn bráðni alveg og svo má þynna súpuna með vatni ef hún þykir of þykk (smekksatriði).

2. Skerið sætu kartöflurnar í hæfilega stóra teninga og setjið út í súpuna og leyfið að malla áfram.

3. Því næst eru paprika, púrrulaukur og hvítlaukur steikt uppúr karrí og olíu og bætt í pottinn.

4. Að lokum er kjúklingurinn skorinn í bita og steiktur á pönnu, kryddaður með salti og pipar og bætt út í pottinn.

5. Frábært er að bera þessa súpu fram með naan brauði eða öðru slíku. Eins og með margar aðrar súpur er þessi súpa alveg jafn góð, ef ekki betri næsta dag.

6. Ég keypti tilbúið Naan brauð í búðinni, stráði Dala fetaosti og smá olíu af honum yfir ásamt pizzaosti frá Gott í matinn, hitaði síðan í nokkrar mínútur við 200°C. Þetta brauð er dásamlegt með súpunni.

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!