Berglind Hreiðarsdóttir
Grísk jógúrt með hindberjasósu
10. október 2018

Grísk jógúrt með hindberjasósu

Morgunverðarkrús

Þessi uppskrift dugar í 4 krúsir

 

2 350g dósir Grísk jógúrt frá Gott í matinn

Granóla múslí

Hindberjasósa (sjá uppskrift hér fyrir neðan)

Fersk hindber

 

Samsetning: Setjið fyrst jógúrt í botninn, því næst 1-2 msk. hindberjasósu og svo um 2-3 msk. múslí, endurtakið leikinn og setjið að lokum fersk hindber efst.

 

Hindberjasósa

200 g frosin hindber

110 g sykur

100 ml vatn

½ tsk. vanilludropar

2 tsk. Maizenamjöl

2 msk. vatn

1 msk. smjör

 

Hrærið saman frosin ber, sykur og vatn yfir meðalhita þar til berin fara að leysast upp. Hækkið þá hitann og leyfið suðunni að koma upp, lækkið aftur og hrærið stanslaust í þar til berin eru uppleyst og bætið vanilludropunum saman við.

Hrærið saman 2 msk. vatni og 2 tsk. Maizenamjöli þar til kekkjalaust og hrærið út í berjablönduna þar til hún þykknar.

Bætið þá smjörinu saman við og hrærið þar til það hefur bráðnað saman við berjablönduna og takið þá af hellunni, hellið í skál/ílát og kælið.

Hægt er að geyma sósuna í lokuðu íláti í kæli.

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!