Berglind Hreiðarsdóttir
Grillaður Dala Brie með ferskjum og bláberjum
24. júlí 2019

Grillaður Dala Brie með ferskjum og bláberjum

Hér er á ferðinni mjög skemmtileg og sumarleg útfærsla af grilluðum Dala Brie osti sem hægt er að útbúa heima við, í bústaðnum eða útilegunni.
 
  • 1 stk. Dala Brie
  • 2 litlar ferskjur skornar í teninga
  • 1 lúka bláber
  • 2 msk. söxuð fersk basilíka
  • 3 msk. síróp
  • Balsamik gljái

1. Leggið ostinn á vel heitt grillið í um 2 mínútur. 

2. Snúið ostinum við og leggið á álpappír/ílát sem þolir grillhitann og setjið vel af ferskjum og/eða bláberjum ofan á hann, lokið og grillið í 2 mínútur til viðbótar.

3. Takið af grillinu, hellið sírópi og balsamik gljáa yfir og að lokum stráið þið basilíkunni yfir.

4. Berið fram með góðu kexi. 

 

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!