Berglind Hreiðarsdóttir

Berglind Hreiðarsdóttir

Ég heiti Berglind og hef bakað og skreytt kökur síðan ég man eftir mér. Ég á þrjár dætur og við elskum að dúllast saman í eldhúsinu, baka, skipuleggja afmæli og hafa gaman. Þegar gotterí, kökur og skreytingar eru annars vegar eru möguleikarnir óendanlegir og ég sífellt að fá nýjar og nýjar hugmyndir og gaman að geta deilt þeim með öðrum. Ásamt því að blogga fyrir Gott í matinn held ég úti vefsíðunni Gotterí og gersemar, gotteri.is, en þar er fjöldinn allur af skemmtilegum uppskriftum að kökum og öðru góðgæti auk hugmynda fyrir veislur, kennslumyndbönd og annað efni.

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!